Kristófer Ingi Kristinsson
Kristófer Ingi Kristinsson
Stjarnan vann Bose-bikarinn í meistaraflokki karla í knattspyrnu í gærkvöld eftir sannfærandi 7:2 sigur á KR en leikið var í Egilshöll. Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna.

Stjarnan vann Bose-bikarinn í meistaraflokki karla í knattspyrnu í gærkvöld eftir sannfærandi 7:2 sigur á KR en leikið var í Egilshöll. Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna.

Arnar Már Björgvinsson, Þorri Geir Rúnarsson og Hörður Árnason komu Stjörnunni í 3:0 en KR minnkaði muninn í 3:2. Kári Pétursson bætti svo við fjórða markinu fyrir Stjörnuna áður en hinn 16 ára Kristófer Ingi Kristinsson tók til sinna ráða. Hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Hilmar Árni Halldórsson var valinn maður mótsins. sport@mbl.is