— Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Níu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr vísindasjóði spítalans miðvikudaginn 16. desember sl. Styrkþegarnir gerðu þar grein fyrir rannsóknum sínum. Hver styrkur nemur einni milljón króna.

Níu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr vísindasjóði spítalans miðvikudaginn 16. desember sl. Styrkþegarnir gerðu þar grein fyrir rannsóknum sínum. Hver styrkur nemur einni milljón króna. Meðal viðstaddra var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Styrkþegarnir eru: Daði Helgason læknir, lyflækningasviði Landspítala, Elín Björk Tryggvadóttir læknir, skurðlækingasviði Landspítala, augndeild, Elva Dögg Brynjarsdóttir læknir, skurðlækningasviði Landspítala, Guðrún María Jónsdóttir læknir, svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala Fossvogi, aðgerðasviði, Hera Jóhannesdóttir læknir, flæðisviði Landspítala, Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur, skurðlækningasviði Landspítala, Tinna Harper Arnardóttir læknir, skurðlækningasviði Landspítala, Þórarinn Árni Bjarnason læknir, lyflækningasviði Landspítala, og Þórir Einarsson Long læknir, lyflækningasviði Landspítala.