Perlan Ekki hafa fengist fjárfestar til að kaupa Perluna en núna á að leigja hana.
Perlan Ekki hafa fengist fjárfestar til að kaupa Perluna en núna á að leigja hana. — Morgunblaðið/Ómar
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, þar sem óskað er eftir heimild ráðsins til að auglýsa Perluna til leigu.

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, þar sem óskað er eftir heimild ráðsins til að auglýsa Perluna til leigu.

Beiðnin var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat hjá við afgreiðslu málsins.

Málið fer nú til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar.