Undir pressu KR-ingarnir Helgi Már Magnússon og Ægir Þór Steinarsson þrengja að ÍR-ingnum Oddi Rúnari Kristjánssyni í DHL-höllinni í gærkvöldi.
Undir pressu KR-ingarnir Helgi Már Magnússon og Ægir Þór Steinarsson þrengja að ÍR-ingnum Oddi Rúnari Kristjánssyni í DHL-höllinni í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Körfubolti Kristinn Friðriksson Hjörvar Ólafsson Keflavík tók á móti Stjörnunni í 11. umferð Domino's-deildar karla í gærkveldi. Keflavík var á toppi deildarinnar fyrir leikinn, með Stjörnuna nartandi í hæla sína, aðeins tveimur stigum á eftir.

Körfubolti

Kristinn Friðriksson

Hjörvar Ólafsson

Keflavík tók á móti Stjörnunni í 11. umferð Domino's-deildar karla í gærkveldi. Keflavík var á toppi deildarinnar fyrir leikinn, með Stjörnuna nartandi í hæla sína, aðeins tveimur stigum á eftir. Eftir æsispennandi og fjörugan leik voru það heimamenn sem sigruðu 87:85 og tróna því á toppnum alveg fram á næsta ár.

Leikurinn byrjaði rólega en jafnræði var algert í fyrri hálfleiknum; Stjörnumenn komu boltanum oft og vel inní teig á Al'lonzo Coleman, sem nýtti sér lélegan varnarleik heimamanna í teignum. Þrátt fyrir þessa yfirburði í teignum náðu Stjörnumenn ekki að fylgja eftir því aðeins 4 leikmenn liðsins komust á blað í hálfleiknum, miðað við 8 hjá heimamönnum. Ágúst Orrason gaf tóninn fyrir Keflavík við upphaf þriðja hluta, sem reyndist mikilvægur fyrir heimamenn; unnu hann 26:20 og lögðu grunninn að sigrinum því í honum fór fyrst að glitta í kokhraustar skyttur liðsins. Í fjórða hluta náðu Stjörnumenn að klóra vel í bakkann; Justin Shouse vaknaði til lífsins og stal nokkrum boltum sem skiluðu körfum. Coleman jafnaði svo leikinn þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir og átti einnig lokaskot leiksins, sem geigaði.

Þrátt fyrir áberandi veikleika undir körfunni náðu Keflvíkingar að leiða frákastabaráttuna lungann úr leiknum, sem og halda aftur af skyttum Stjörnunnar, sem settu aðeins 20% þrista niður! Um leið og tækifærið gafst þá hoppuðu skyttur Keflavíkur hinsvegar á skotvagninn og tóku ótímabær og undarleg skot sem duttu. Ágúst, Magnús Gunnarsson og Guðmundur Jónsson settu allir mikilvæga þrista og í þessu lá munurinn; liðsheildin var samstiga hjá heimamönnum á meðan gestirnir áttu einungis eitt sóknarvopn, Coleman, sem skoraði 39 og tók 18 fráköst. Reggie Dupree spilaði frábæra vörn á Shouse og framlagið af bekknum réð úrslitum leiksins: 27 stig gegn 2 hjá Stjörnunni. Allir sem komu inná í liði heimamanna áttu prýðilegan leik og því varð úr góður sigur liðsheildar.

Stjörnumenn áttu alls ekki gott kvöld og hafa oft spilað betur og bara ótrúlegt að liðið var hársbreidd frá því að sigra þrátt fyrir lélegan leik.

Verk að vinna hjá ÍR um jólin

Það var ekki mikil spenna þegar KR tók á móti ÍR í Vesturbænum í gær. Fyrir leikinn var KR með 16 stig í öðru sæti, en gestirnir úr Breiðholtinu með 8 stig í níunda sæti.

Lokatölur í leiknum urðu 89:58 heimamönnum úr Vesturbænum í vil. KR er þar af leiðandi komið með 18 stig. KR og Keflavík eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar nú þegar jólafrí er komið í deildinni.

Það var lítið var skorað í leiknum og margir leikmenn beggja liða sem geta gert mun betur í sókn.

Afar lélegt flæði var í sóknarleik beggja liða, skotnýting hjá leikmönnum liðanna var verulega slök og áhorfendur fengu ekki að sjá sýnikennslu í sóknarleik. KR-ingar juku hraðnn í sóknarleiknum í seinni hálfleik og tryggðu sigurinn með góðum um það bil tíu mínútna kafla í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sína menn í gær og ágætlega sáttur við leik liðsins tímabilinu.

„Það var þungt yfir leiknum, varnarleikurinn var fínn en á hinn bóginn var sóknarleikurinn ekki nógu góður. Um leið og við náðum að auka hraðann og skora auðveldar körfur þá náðum við góðri forystu sem skilaði okkur sigri,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn.

Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var vitanlega ekki eins ánægður með leik sinna manna.

„Við vorum stressaðir í sóknarleiknum og gerðum allt of mörg mistök. Við þurfum að vinna vel í sóknarleiknum í jólafríinu,“ sagði Ilievski í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn.

KR – ÍR 89:58

DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 17. desember 2015.

Gangur leiksins : 4:3, 13:7, 13:11, 16:14 , 16:16, 21:18, 26:18, 33:21 , 38:27, 45:30, 53:32, 60:39 , 67:43, 79:47, 82:53, 89:58 .

KR: Michael Craion 21/12 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 16, Darri Hilmarsson 12, Brynjar Þór Björnsson 12, Snorri Hrafnkelsson 10/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

ÍR: Sveinbjörn Claessen 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jonathan Mitchell 15/13 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Vilhjálmur Jónsson 6, Daði Berg Grétarsson 3/4 fráköst/6 stoðsendingar, Daníel Friðriksson 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/5 fráköst, Trausti Eiríksson 2, Eyjólfur Halldórsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.

Snæfell – Þór Þ. 82:100

Íþróttahúsið í Stykkishólmi, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 17. desmber 2015.

Gangur leiksins : 5:10, 10:20, 13:24, 17:27 , 24:34, 27:36, 32:42 , 32:46, 36:56, 45:63, 50:67, 52:70 , 61:82, 64:86, 72:90, 82:100 .

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Óskar Hjartarson 9, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Viktor Marinó Alexandersson 6, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/4 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 2, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Stefán Karel Torfason 2/9 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 37/10 fráköst/5 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 13/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 3, Magnús Breki Þórðarson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.

Höttur – Haukar 68:88

Íþróttahúsið á Egilsstöðum, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 17. desember 2015.

Gangur leiksins : 2:2, 4:6, 9:11, 12:16 , 12:26, 14:35, 21:40, 26:47 , 33:51, 39:54, 44:60, 51:62 , 54:65, 60:76, 60:86, 68:88 .

Höttur: Tobin Carberry 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15, Mirko Stefán Virijevic 14/7 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/13 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Sigmar Hákonarson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Kári Jónsson 29, Haukur Óskarsson 25/4 fráköst, Kristinn Marinósson 12/7 fráköst, Emil Barja 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Tindastóll – FSu 107:80

Íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 17. desember 2015.

Gangur leiksins : 8:2, 14:4, 19:10, 21:14 , 25:17, 41:27, 52:35, 56:35 , 63:42, 71:46, 76:55, 82:58 , 85:61, 85:67, 96:70, 107:80 .

Tindastóll: Jerome Hill 32/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 11, Darrell Flake 8/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 7, Hannes Ingi Másson 7, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

FSu: Christopher Woods 30/12 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/4 fráköst, Ari Gylfason 12, Gunnar Ingi Harðarson 10, Cristopher Caird 9/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 1.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík – Stjarnan 87:85

TM-höllin, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 17. desember 2015.

Gangur leiksins : 2:5, 9:10, 15:16, 20:23 , 24:25, 28:29, 37:35, 42:39 , 49:43, 54:51, 61:54, 68:59 , 73:61, 73:72, 81:78, 87:85 .

Keflavík: Earl Brown Jr. 19/18 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Valur Orri Valsson 13, Guðmundur Jónsson 13/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Ágúst Orrason 10, Magnús Már Traustason 8, Reggie Dupree 7, Ragnar Gerald Albertsson 5.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Al'lonzo Coleman 39/18 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 15, Justin Shouse 13/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.