Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ásmundur Friðriksson alþingismaður leggur til að fengnir verði óháðir sérfræðingar í sandhöfnum til að meta stöðuna í Landeyjahöfn.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Ásmundur Friðriksson alþingismaður leggur til að fengnir verði óháðir sérfræðingar í sandhöfnum til að meta stöðuna í Landeyjahöfn. Farið verði í gegnum það hvað þurfi að gera til að hún verði heilsárshöfn fyrir ferjusiglingar. Ef niðurstaðan verði að það sé ekki hægt þurfi að smíða ferju sem einnig henti til siglinga til Þorlákshafnar að vetri.

„Menn hafa verið að vaða þarna áfram án þess að á bak við það væru nákvæmar rannsóknir. Eftir að hafa grafið fyrir rúma tvo milljarða eru menn ekkert betur staddur en áður,“ segir Ásmundur.

Steinar Magnússon, fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi, segir að lítið gagn sé í nýju skipi nema aðkoman að Landeyjahöfn sé bætt. Lengja þurfi hafnargarðana og þó að það sé dýr framkvæmd, þá sé hún fljót að borga sig ef eyða þurfi hálfum milljarði á ári í dýpkun hafnarinnar.

Landeyjahöfn
» Hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju er lokið.
» Rætt er um að bjóða smíði skipsins út fyrir áramót.