Hafnargarður Ríkið mun ekki bera kostnað af því að færa garðinn.
Hafnargarður Ríkið mun ekki bera kostnað af því að færa garðinn. — Morgunblaðið/Golli
Framkvæmdaaðilar bera allan kostnað við verndun hafnargarðs á Austurbakka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Minjastofnun í nafni Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar.

Framkvæmdaaðilar bera allan kostnað við verndun hafnargarðs á Austurbakka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Minjastofnun í nafni Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar. Ástæðan er frétt sem birtist á Vísi um að áætlaður kostnaður við að færa hafnargarðinn sé hálfur milljarður króna. Segir þar eftir forstjóra fyrirtækisins Landstólpa að ríkið verði krafið um bætur vegna þessa.

Í yfirlýsingu Minjastofnunar segir hins vegar að fyrirtækið geti ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á lóðinni án þess að í ljós komi menningarminjar sem kunni að verða verndaðar. Þá segir að í samkomulagi Minjastofnunar og Landstólpa sé ekki að finna nein ákvæði um að kostnaður falli á ríkið. Kostnaður ríkisins af samkomulaginu er því enginn að undanskildum launakostnaði starfsmanna við eftirlit með verkefninu.