Stjórn VÍS hefur ákveðið að stefnt verði að útgáfu á víkjandi skuldabréfi fyrir allt að 2,5 milljarða króna á næsta ári, náist ásættanleg kjör.
Stjórn VÍS hefur ákveðið að stefnt verði að útgáfu á víkjandi skuldabréfi fyrir allt að 2,5 milljarða króna á næsta ári, náist ásættanleg kjör. Í tilkynningu frá því í ágúst í tengslum við hálfsárs uppgjör VÍS var greint frá því að þáverandi stjórn hygðist ekki fara í útgáfu á víkjandi skuldabréfi á þeim tímapunkti en að lagt yrði mat á fýsileika útgáfu með reglulegum hætti. Ný stjórn sem kjörin var á hluthafafundi VÍS 10. nóvember hefur nú tekið ákvörðun um að stefna að útgáfunni.