Rannsóknaskip Margir vilja um borð.
Rannsóknaskip Margir vilja um borð.
Alls bárust 90 umsóknir um 6-7 störf háseta og 2-3 stöður stýrimanns á skipum Hafrannsóknastofnunar. 58 vildu starfa sem hásetar á Bjarna Sæmundssyni eða Árna Friðrikssyni og 32 sóttu um sem stýrimenn. Umsóknarfrestur var til 14.

Alls bárust 90 umsóknir um 6-7 störf háseta og 2-3 stöður stýrimanns á skipum Hafrannsóknastofnunar. 58 vildu starfa sem hásetar á Bjarna Sæmundssyni eða Árna Friðrikssyni og 32 sóttu um sem stýrimenn. Umsóknarfrestur var til 14. desember og er verið að vinna úr umsóknum.

Á heimasíðu Hafró segir að ástæða þessara ráðninga sé að mikill samdráttur hafi verið á úthaldi rannsóknaskipanna á síðustu tveimur árum með tilheyrandi fækkun starfa. Á afmælisári muni starfsemin eflast, m.a. með ráðningu nýrra starfsmanna.

Í hópi umsækjenda er bæði ungt og reynslulítið fólk sem vill reyna fyrir sér í sjómannsstörfum sem og umsækjendur með áratuga reynslu. aij@mbl.is