— AFP
Tamningakonan Raja Kheir reynir að söðla ótemju á hernámssvæði Ísraela á Gólanhæðum. Kheir er drúsi og líklega eina arabíska konan sem stundar tamningar á Gólanhæðum, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Tamningakonan Raja Kheir reynir að söðla ótemju á hernámssvæði Ísraela á Gólanhæðum. Kheir er drúsi og líklega eina arabíska konan sem stundar tamningar á Gólanhæðum, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hún segir að hugrekki sé mikilvægasti eiginleiki tamningamanna. „Ef hrossið verður vart við ótta tamningamannsins hafnar það honum,“ hefur AFP eftir Kheir. „En ef það finnur ást tamningamannsins vill það vernda hann.“