Geðhjálp Samtökin verða öflug í hagsmunabaráttunni.
Geðhjálp Samtökin verða öflug í hagsmunabaráttunni.
Undir undirskriftinni Gefum & gleðjum mun Olís styrkja Geðhjálp um 5 kr. af hverjum seldum bensínlítra hjá Olís og ÓB í dag, 18. desember. „Við erum ótrúlega ánægð með að Olís velji að styrkja Geðhjálp ásamt fernum öðrum góðgerðarsamtökum.

Undir undirskriftinni Gefum & gleðjum mun Olís styrkja Geðhjálp um 5 kr. af hverjum seldum bensínlítra hjá Olís og ÓB í dag, 18. desember.

„Við erum ótrúlega ánægð með að Olís velji að styrkja Geðhjálp ásamt fernum öðrum góðgerðarsamtökum. Framtakið sýnir að Olís telur samtökin hafa náð árangri. Styrkurinn er mikil hvatning,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttur, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Margt er á prjónunum í ársbyrjun, m.a. verður tveimur sjálfshjálparhópum ýtt úr vör. „Carlotta Tate Olafson stendur fyrir stofnfundi hóps fyrir innflytjendur 13. janúar kl. 16.00. Markmiðið er að stuðla að seiglu, draga úr félagslegri einangrun og hættu á andlegum erfiðleikum meðal innflytjenda,“ segir Anna Gunnhildur. „Tvær mæður ætla að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna með geðröskun. Þegar nær dregur verða upplýsingar um báða hópana á www.gedhjalp.is.“

Ofgreiningar og ofnotkun lyfja

Fleira er á döfinni. „Við erum nýflutt í húsnæði með Drekaslóð og langar að halda málþing með samtökunum um tengsl áfalla og ofbeldis við geðraskanir. Við munum standa fyrir fyrirlestri um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og raddheyrn og rúsínan í pylsuendanum er málþing með aðkomu bandaríska geðlæknisins Allen Frances í vor, en hann berst gegn ofgreiningum og ofnotkun lyfja, m.a. með útgáfu bókarinnar Saving Normal,“ segir Anna Gunnhildur.