Snýr aftur Ricky Gervais sem kynnir á Golden Globe 2016.
Snýr aftur Ricky Gervais sem kynnir á Golden Globe 2016. — AFP
Í haust fékkst það staðfest sem margir aðdáendur Ricky Gervais höfðu vonast eftir: hann snýr aftur sem kynnir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2016. Gervais var kynnir árin 2010-2012 og vakti mikla athygli.

Í haust fékkst það staðfest sem margir aðdáendur Ricky Gervais höfðu vonast eftir: hann snýr aftur sem kynnir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2016.

Gervais var kynnir árin 2010-2012 og vakti mikla athygli. Milljónir hafa horft á myndbönd með því besta úr kynningum Gervais á Golden Globe-hátíðunum frá þessum árum, enda stórkostleg skemmtun. Í einhverjum tilvikum gekk hann fram af fólki en sjálfur hefur hann sagt í viðtölum að hann sofi vel á nóttunni. Ef ekki megi gera grín að hinum frægu og moldríku forréttindastjörnum Hollywood – hverjum megi þá eiginlega gera grín að?

Ricky Gervais er óneitanlega einn af fyndnari mönnum veraldar. Þótt hann geri óspart grín að kvikmyndaelítunni þá segir hann sjálfur að sér finnist daglegt líf venjulegs fólks fyndnast af öllu. Hans eftirlæti í gríninu er að setja hversdagslega viðburði í fyndið samhengi. Og einmitt það gera fáir betur en Gervais. En burtséð frá því verður gaman að sjá hann taka snúning á kvikmyndastjörnunum 10. janúar næstkomandi þegar 73. Golden Globe-verðlaunaafhendingin fer fram. Þá er full ástæða til að vera límd við skjáinn.

Eyrún Magnúsdóttir