Átakasaga Stilla úr Suffragette.
Átakasaga Stilla úr Suffragette.
Suffragette Kvikmynd sem segir af fótgönguliðum í árdaga femínistahreyfingarinnar í Bretlandi, konum sem voru neyddar til að heyja baráttu sína við grimmileg stjórnvöld neðanjarðar, eins og því er lýst á vefnum Midi.is.
Suffragette

Kvikmynd sem segir af fótgönguliðum í árdaga femínistahreyfingarinnar í Bretlandi, konum sem voru neyddar til að heyja baráttu sína við grimmileg stjórnvöld neðanjarðar, eins og því er lýst á vefnum Midi.is. Þær hafi verið reiðubúnar til þess að leggja allt að veði í baráttu sinni fyrir jafnrétti og þurft að grípa til róttækra aðgerða. Leikstjóri er Sarah Gavron, handritshöfundur Abi Morgan og aðalleikarar Carey Mulligan, Anne-Marie Duff og Helena Bonham Carter. Metacritic: 67/100

Magic in the Moonlight

Nýjasta kvikmynd Woodys Allens, rómantísk kómedía sem gerist í upphafi fjórða áratugarins. Colin Firth leikur enska sjentilmanninn Stanley sem heillar fólk með sjónhverfingum. Dag einn kemur kunningi til hans og biður hann að hjálpa sér að fletta ofan af konu sem segist vera skyggn og hefur vafið heilli fjölskyldu um fingur sér, að því er virðist, í hagnaðarskyni. Stanley slær til en miðillinn reynist ekki sá svindlari sem haldið var fram. Allen skrifaði handrit myndarinnar og auk Firths fara með helstu hlutverk Emma Stone og Marcia Gay Harden. Metacritic: 54/100