[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina haft það orð á okkur að vera drífandi; við setjum undir okkur hausinn og hjólum í málið, stundum með meira kappi en forsjá.

Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina haft það orð á okkur að vera drífandi; við setjum undir okkur hausinn og hjólum í málið, stundum með meira kappi en forsjá. Sjálfsagt er þetta okkur í blóð borið frá fyrri öldum er forfeður okkar stóðu frammi fyrir aðsteðjandi háska – sem var algengt – og þá var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hik var sama og tap og fólk gerði það sem gaf, reri þangað sem fiskaðist.

Í þessu þriðja herramennskublaði ársins er þessi eiginleiki bersýnilegur í viðtölunum. Að reisa fatamerki frá grunni hér á landi og selja í dag íslenska hönnun víða um heim, eða hreppa BAFTA-verðlaun fyrir tónsmíðar fyrir þrítugt; hvað þá að taka upp á því að búa til íslenskt viskí frá grunni hér á landi! Er eitthvað sem landinn leggur ekki í og fær ekki afrekað?

Einhvern veginn er það ekkert skrýtið að fólk hér á landi fáist við fleira en eitthvað eitt og því skulum við halda áfram. Róum þangað sem hugurinn ber okkur og sjá, okkur mun vel veiðast fyrr en varir.

Göngum í málið – látum verða af hlutunum.