Flugvöllur Deiliskipulagið var úrskurðað ógilt í nefndinni.
Flugvöllur Deiliskipulagið var úrskurðað ógilt í nefndinni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála komst að þeirri niðurstöðu í gær að deiliskipulag á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni, sem samþykkt var á síðasta ári, væri ógilt vegna formgalla í málsmeðferð. Dagur B.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála komst að þeirri niðurstöðu í gær að deiliskipulag á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni, sem samþykkt var á síðasta ári, væri ógilt vegna formgalla í málsmeðferð.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að niðurstaða nefndarinnar breyti í engu áformum á Hlíðarendasvæði og breyti jafnframt engu um fyrirhugaða lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta varðar deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar en ekki þeirrar uppbyggingar sem er í gangi á Hlíðarendasvæði [...] Þetta breytir því ekki að innanríkisráðuneytið þarf að leggja niður þriðju flugbrautina,“ segir Dagur.

Ekkert samband

ByggáBirk, hagsmunasamtök eigenda bygginga á Reykjavíkurflugvelli, lagði fram kæruna. „Borgin hefur hunsað okkur sem erum með eignir á svæðinu. Það hefur aldrei verið haft samband við okkur eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Alfhild Peta Nielsen, formaður samtakanna. 4