Seinagangur vegna regluverks , skipulagsmála eða endurskipulagningar er hugsanlega ein ástæða þess að íbúðafjárfesting mældist 7,6% minni á fyrstu 9 mánuðum ársins en yfir sama tímabil í fyrra, að mati greiningardeildar Arion banka.
Seinagangur vegna regluverks , skipulagsmála eða endurskipulagningar er hugsanlega ein ástæða þess að íbúðafjárfesting mældist 7,6% minni á fyrstu 9 mánuðum ársins en yfir sama tímabil í fyrra, að mati greiningardeildar Arion banka. Þá sé óraunhæft að ætla að byggingargeirinn hafi getað séð fyrir 30% fjölgun ferðamanna í ár og á sama tíma mætt aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Mikill uppgangur í byggingu gististaða geti haft ruðningsáhrif á íbúðamarkaðnum, þegar verktakar séu uppteknir við slíkar framkvæmdir og geti því ekki byggt íbúðir á sama tíma.