Glöggir smábátaeigendur hafa haft samband við skrifstofu Landssambands smábátaeigenda undanfarið og tilkynnt óvæntan gest í netin. Gesturinn er hrognkelsi, bæði rauðmagi og grásleppa.

Glöggir smábátaeigendur hafa haft samband við skrifstofu Landssambands smábátaeigenda undanfarið og tilkynnt óvæntan gest í netin. Gesturinn er hrognkelsi, bæði rauðmagi og grásleppa. Spurnir af þessari óvæntu heimsókn í svartasta skammdeginu koma á óvart og rekur menn ekki minni til að þeir hafi upplifað slíkt, segir á smabatar.is

Aðspurðir segja menn grásleppuna vel á sig komna og hrogn byrjuð að myndast. Dæmi munu vera um að veiðst hafi hrognafullar grásleppur. Svæðið sem um ræðir er allt frá Ísafjarðardjúpi og að Skjálfanda. Vakin er athygli á að skipum sem stunda netaveiðar er skylt að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin.