Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlku 250.000 krónur í skaðabætur fyrir kynferðisbrot. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi verið úti að skemmta sér ásamt vinkonu sinni.

Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlku 250.000 krónur í skaðabætur fyrir kynferðisbrot.

Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi verið úti að skemmta sér ásamt vinkonu sinni. Vinkonan bauð manninum, sem þær þekktu báðar, heim með sér. Stúlkurnar sváfu saman í rúmi í svefnherbergi en vinkonan bauð manninum að gista á sófa. Stúlkan sagðist síðan hafa vaknað við það að maðurinn lá við hliðina á henni í rúminu. Hann hefði káfað á rassi hennar og lærum utanklæða á meðan hann fróaði sér. Lét hann ekki af því athæfi þrátt fyrir að hún reyndi að ýta honum af sér.

Maðurinn sagðist, í yfirheyrslu hjá lögreglu, ekki minnast þess að þetta hefði gerst og fyrir dómi neitaði hann sök. Hann hefði ekki hugmynd um hvernig ásakanirnar á hendur honum væru komnar fram.