Vinnutækið X1-fartölvurnar frá Lenovo þykja í hópi þeirra allra bestu enda laufléttar, sterkbyggðar og öflugar. Fyrr í vikunni kynnti Lenovo nýjustu viðbótina við X1-fjölskylduna, ThinkPad X1 Yoga, sem er merkileg fartölva fyrir margra hluta sakir.

Vinnutækið X1-fartölvurnar frá Lenovo þykja í hópi þeirra allra bestu enda laufléttar, sterkbyggðar og öflugar. Fyrr í vikunni kynnti Lenovo nýjustu viðbótina við X1-fjölskylduna, ThinkPad X1 Yoga, sem er merkileg fartölva fyrir margra hluta sakir.

Eins og í öðrum Yoga-tölvum frá Lenovo er hægt að venda skjánum alla leið aftur á bak og breytist hún þá í spjaldtölvu.

Stóru tíðindin felast samt í því að X1 Yoga er fyrsta fartölvan sem er fáanleg með OLED-skjá. OLED-tæknin þýðir að hægt er að hafa skjáinn enn þynnri en áður hefur þekkst og litir og skuggar verða eins skarpir og skýrir og hugsast getur. ai@mbl.is