Stjórnandi Emma Rice er nýr listrænn stjórnandi Globe í London.
Stjórnandi Emma Rice er nýr listrænn stjórnandi Globe í London.
Furðuverk, töfrar og hið yfirnáttúrulega verður leiðarstefið á fyrsta sýningartímabilinu í Shakespeare's Globe í London undir listrænni stjórn Emmu Rice leikstjóra, sem gerði garðinn frægan sem listrænn stjórnandi Kneehigh-leikhópsins og leikstýrði m.a.

Furðuverk, töfrar og hið yfirnáttúrulega verður leiðarstefið á fyrsta sýningartímabilinu í Shakespeare's Globe í London undir listrænni stjórn Emmu Rice leikstjóra, sem gerði garðinn frægan sem listrænn stjórnandi Kneehigh-leikhópsins og leikstýrði m.a. Nights at the Circus eftir samnefndri bók Angelu Carter í Lyric Hammersmith-leikhúsinu árið 2006 þar sem Gísli Örn Garðarsson fór með stórt hlutverk.

Rice tekur formlega við stjórnartaumunum í Globe í apríl nk. en kynnti fyrr í vikunni hvaða verk verða sýnd á tímabilinu frá 30. apríl til 16. október. Opnunarsýning tímabilsins verður Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í leikstjórn Rice, en Börkur Jónsson hannar leikmyndina.

„Ég hef unnið við það alla ævi að segja sögur og sem leikstjóri hef ég kannað mikið af þjóðsögum eða furðusögum, eins og ég hef kosið að kalla þær,“ segir Rice í kynningarmyndbandi á vef Globe og útskýrir að þetta sé ástæða þess hversu alltumlykjandi furðusögur verði á sýningartímabilinu.

„Öll leikritin sem ég valdi búa yfir töframætti þjóðsagnaarfsins. Ég er því sannfærð um að leikhúsgestir munu verða heillaðir af þessum töfrum.“ Meðal leikrita Shakespeare sem sýnd verða í sumar eru Skassið tamið í leikstjórn

Caroline Byrne, Macbeth í leikstjórn Iqbals Khan og Kaupmaðurinn í Feneyjum í leikstjórn Jonathans Munby með Johnathan Pryce í aðalhlutverki, en farið verður með síðastnefndu sýninguna í leikferð til Kína og Bandaríkjanna. Loks má nefna Imogen , sem er ný aðlögun á leikritinu Cymbeline í leikstjórn Matthews Dunster.

Auk þess mun Kneehigh sýna annars vegar 946: The Amazing Story of Adolphus Tibbs og The Flying Lovers of Vitebsk , báðar í leikstjórn Rice. silja@mbl.is