Súrdeig og safi Flest súrdeigsbrauðin eru algjörlega sykurlaus.
Súrdeig og safi Flest súrdeigsbrauðin eru algjörlega sykurlaus.
Í nýrri sérverslun, Súrdeigsgerðinni í Krónunni í Lindum í Kópavogi, eru á boðstólum súrbrauðssamlokur til að borða á staðnum og einnig nýpressaður ávaxtasafi. Viðskiptavinir geta jafnframt keypt heil, nýbökuð súrdeigsbrauð.

Í nýrri sérverslun, Súrdeigsgerðinni í Krónunni í Lindum í Kópavogi, eru á boðstólum súrbrauðssamlokur til að borða á staðnum og einnig nýpressaður ávaxtasafi. Viðskiptavinir geta jafnframt keypt heil, nýbökuð súrdeigsbrauð.

Súrdeigsbakstur er forn aðferð til brauðgerðar, hægfara framleiðsluferli sem losar ýmis holl næringarefni úr mjölinu í deigið. Það má alveg kalla súrdeigið „hægfæði“ (slow food), enda tekur ferlið allt að 48 klukkustundum. Brauðin eru auðmeltanleg og bökuð á steini,“ segir Gunnar Örlygur Gunnarsson, rekstrarstjóri Súrdeigsgerðarinnar.