Góður Þorsteinn Gunnarsson er með þeim betri í Ófærð.
Góður Þorsteinn Gunnarsson er með þeim betri í Ófærð. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Einhverjum þykja Íslendingar vera orðnir nokkuð háðir texta, eða einfaldlega heyrnarsljóir, að skilja ekki mælt mál í íslensku spennuþáttunum Ófærð.

Einhverjum þykja Íslendingar vera orðnir nokkuð háðir texta, eða einfaldlega heyrnarsljóir, að skilja ekki mælt mál í íslensku spennuþáttunum Ófærð. Nokkrir færðu það í tal á samfélagsmiðlunum strax eftir fyrsta þáttinn að það færi of mikil orka og einbeiting í að hlusta og fylgja talinu eftir; ýmist var það að fólki fannst það óskýrt eða hreinlega of lágt. Nú getur undirrituð aðeins lýst sinni persónulegu reynslu og þótt hingað til hafi enginn komið illa út í heyrnarmælingum á heimilinu varð ofan á að við stilltum fljótlega á síðu 888 til að missa ekki þráðinn. Talið var ekki óskýrt, það var of lágt og dugði ekki að hækka duglega í tækinu þar sem umhverfishljóðin yfirgnæfðu þá talmálið. Ég tek það fram við við erum öll innan við fertugt á heimilinu.

Þetta getur þó talist aukaatriði sé litið til Ófærðar í stærra samhengi en þættirnir lofa mjög góðu. Í síðasta þætti kom augnablik þar sem ég hugsaði: Ah, já, svona á sjónvarpsleikur að vera – eðlilegur og flæðandi en það var í samleik Nínu Daggar Filippusdóttur og Þorsteins Gunnarssonar sem leikur föður hennar. Með betri atriðum íslensks sjónvarps.

Júlía Margrét Alexandersdóttir