Engin loðna sást út af austurhluta Norðurlands og fyrir Norðausturlandi og sú loðna sem sást við vestanvert Norðurland og Vestfirði var ekki í neinum stórum þéttingum.

Engin loðna sást út af austurhluta Norðurlands og fyrir Norðausturlandi og sú loðna sem sást við vestanvert Norðurland og Vestfirði var ekki í neinum stórum þéttingum. Þetta er meginniðurstaða loðnumælingar rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar og þriggja veiðiskipa.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að búið sé að kortleggja útbreiðslu loðnu en nú hafi orðið að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Um leið og veður lægi fari Árni Friðriksson aftur af stað til að að mæla magn þeirrar loðnu sem skipstjórar veiðiskipanna kortlögðu. Sighvatur Bjarnason VE mun aðstoða við það.

Að því búnu verður farið yfir það hvort ástæða er til að endurmeta ráðgjöf um loðnukvóta. Aðeins hefur verið gefinn út upphafskvóti, 44 þúsund tonn, og kemur meginhluti hans í hlut Norðmanna en aðeins 2.275 tonn í hlut íslenskra veiðiskipa.

Mikil verðmæti eru í húfi að eitthvað rætist úr með loðnuvertíð. Áætlað er að hver 100 þúsund tonn gefi 5-6 milljarða í útflutningsverðmæti. helgi@mbl.is, aij@mbl.is