Hlutu viðurkenningu Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar í Útvarpshúsinu í gær. Veitt voru verðlaun úr öllum menningarsjóðum RÚV.
Hlutu viðurkenningu Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar í Útvarpshúsinu í gær. Veitt voru verðlaun úr öllum menningarsjóðum RÚV. — Morgunblaðið/Eggert
Auður Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf þegar menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í gær.

Auður Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf þegar menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í gær. Í ár var tekin upp sú nýbreytni að veita verðlaun úr öllum menningarsjóðum Ríkisútvarpsins við sömu athöfn.

Fjórir styrkir voru veittir úr Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen við Ríkisútvarpið. Heiðar Sumarliðason hlaut styrk fyrir handrit að útvarpsleikritinu Iðraólgu ; Kristín Eiríksdóttir fyrir handrit að útvarpsleikritinu Illa leikið og Salka Guðmundsdóttir fyrir handrit að útvarpsleikritinu Eftir ljós auk þess sem Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson hlutu styrk fyrir handrit að leiknu sjónvarpsþáttaröðinni Aftureldingu .

Loks hlaut hljómsveitin Agent Fresco Krókinn 2015, viðurkenningu Rásar 2 sem veitt er fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu.

Við athöfnina í gær var upplýst hvert var valið orð ársins 2015, en það var fössari . Valið fór fram í opinni vefkosningu á ruv.is og þetta er í fyrsta sinn sem slíkt val fer fram.

Á síðasta ári voru alls 46 styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins, sem starfræktur hefur verið í meira en 60 ár. Síðasta úthlutun var í árslok 2015.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu er markmiðið með menningarsjóðunum að „stuðla að eflingu menningarlífsins í landinu með fjárframlögum til listamanna“.