Það ruku margir upp með látum þegar fjármálaráðherra minntist á kostnað ríkisins vegna veisluhalda á Bessastöðum.

Það ruku margir upp með látum þegar fjármálaráðherra minntist á kostnað ríkisins vegna veisluhalda á Bessastöðum. Væri ekki ágætt ef skattborgararnir fengju að vita hversu mikið ríkið greiðir til veisluhalda, ferðalaga og annars kostnaðar í kringum forsetaembættið? Væri ekki nær að eitthvað af þeim fjármunum rynni til Fjölskylduhjálparinnar? Persónulega finnst mér að það ætti að leggja forsetaembættið niður.

Guðrún Magnúsdóttir.