Hetjan Romelu Lukaku í baráttu við Nicolas Otamendi, varnarmann City, á Goodison Park í gærkvöld.
Hetjan Romelu Lukaku í baráttu við Nicolas Otamendi, varnarmann City, á Goodison Park í gærkvöld. — AFP
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku, einn heitasti sóknarmaðurinn í Evrópu, sá um að tryggja Everton sigurinn gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku, einn heitasti sóknarmaðurinn í Evrópu, sá um að tryggja Everton sigurinn gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. 2:1 urðu lokatölurnar á Goodison Park og skoraði Lukaku sigurmarkið með skalla stundarfjórðungi fyrir leikslok, tveimur mínútum eftir að Jesus Navas hafði jafnað metin fyrir City með sínu fyrsta marki í 66 leikjum.

Þetta var 19. mark Lukaku á tímabilinu og tólfta markið sem hann skorar í síðustu tólf leikjum en fyrra mark liðsins skoraði miðvörðurinn Ramiro Funes Mori undir lok fyrri hálfleiks.

Everton var sterkara liðið megnið af leiknum og leikmenn liðsins hljóta að vera svekktir að hafa ekki unnið stærri sigur.

gummih@mbl.is