Málarinn Tryggvi Ólafsson er einn af sex listamönnum sem eiga verk á sýningunni.
Málarinn Tryggvi Ólafsson er einn af sex listamönnum sem eiga verk á sýningunni. — Morgunblaðið/Golli
Sýningin Kaffiboð Tryggva sem var opnuð í desember síðastliðnum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 hefur verið afar vel sótt og hefur því verið ákveðið að hún standi út janúar.
Sýningin Kaffiboð Tryggva sem var opnuð í desember síðastliðnum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 hefur verið afar vel sótt og hefur því verið ákveðið að hún standi út janúar. Sex myndlistarmenn eiga verk á sýningunni: Tryggvi Ólafsson, sem framkvæmdin er kennd við, og þeir Eyjólfur Einarsson, Haukur Dór, Sigurður Þórir, Sigurður Örlygsson og Sigurjón Jóhannsson. Listamennirnir eiga sameiginlegt að hafa kynnst og átt í samskiptum á sínum tíma í Kaupmannahöfn, þegar þeir voru í námi, og ákváðu nú að sýna saman.