Kristín Bjarnadóttir
Kristín Bjarnadóttir
Tveir fyrirlestrar verða fluttir í Odda í dag, fimmtudag kl. 16.30, í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld. Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar.

Tveir fyrirlestrar verða fluttir í Odda í dag, fimmtudag kl. 16.30, í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlungaöld.

Árni Einarsson dýravistfræðingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkennum upprunatáknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggðist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og Ólafs sögu helga.

Þá fjallar Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum íslenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauksbók frá um 1302-1310.