Orri segir fjarskiptamarkaðinn í raun síbreytilegan og því mjög spennandi.
Orri segir fjarskiptamarkaðinn í raun síbreytilegan og því mjög spennandi. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stærsta áskorun fjarskiptafyrirtækja í dag felst í að leita nýrra leiða til tekjuöflunar, að sögn forstjóra Símans.

Á tiltölulega skömmum tíma hefur tekjuöflun fjarskiptafyrirtækja um allan heim færst úr því að byggjast á örfáum stórum tekjustraumum yfir í marga smærri tekjustrauma af fjölbreyttari þjónustu.

Á sama tíma og Orri Hauksson hefur frá því síðla árs 2013 unnið að endurskipulagningu fyrirtækjasamstæðu sem nú starfar undir heiti Símans og komið því á markað í Kauphöllinni, hefur hann ásamt samstarfsfólki leitað nýrra tækifæra á hinum síkvika fjarskiptamarkaði þar sem samkeppnin hefur færst frá því að vera að mestu staðbundin í að verða alþjóðleg.

Í viðtali við ViðskiptaMoggann segir Orri Símann vel í stakk búinn til að takast á við harðnandi samkeppni. Fyrirtækið stefnir að því að fjórðungur tekna félagsins verði undir lok áratugarins af nýjum tekjustraumum.