• Björgvin Páll Gústavsson er markvörður í karlalandsliðinu í handknattleik sem er á leið í lokakeppni Evrópumótsins í Póllandi. • Björgvin fæddist 1985 og lék með HK til 2005 en síðan með ÍBV og Fram.

Björgvin Páll Gústavsson er markvörður í karlalandsliðinu í handknattleik sem er á leið í lokakeppni Evrópumótsins í Póllandi.

• Björgvin fæddist 1985 og lék með HK til 2005 en síðan með ÍBV og Fram. Hann hefur verið atvinnumaður frá 2007, fyrst með Bittenfeld í Þýskalandi, þá með Kadetten í Sviss og síðan með þýsku liðunum Magdeburg og Bergischer. Björgvin á mörg stórmót að baki en hann var í landsliðinu sem fékk silfrið á ÓL í Peking 2008 og bronsið á EM í Austurríki 2010. Hann lék fyrst með landsliðinu árið 2005 og á nú að baki 169 landsleiki þar sem hann hefur skorað 3 mörk.