Framkvæmdir Húsnæði með íbúðum og verslunum kemur í stað hafnargarðsins.
Framkvæmdir Húsnæði með íbúðum og verslunum kemur í stað hafnargarðsins. — Morgunblaðið/Eggert
Búið er að fjarlægja hinn umdeilda yngri vegg á hafnargarðinum við framkvæmdasvæðið við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur. Veggurinn er nú geymdur í Örfirisey, á geymslusvæði sem Faxaflóahafnir eiga. Framkvæmdir við eldri garðinn hófust á nýju ári.
Búið er að fjarlægja hinn umdeilda yngri vegg á hafnargarðinum við framkvæmdasvæðið við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur. Veggurinn er nú geymdur í Örfirisey, á geymslusvæði sem Faxaflóahafnir eiga. Framkvæmdir við eldri garðinn hófust á nýju ári. Þetta segir Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags, sem sér um framkvæmdirnar. Á lóðinni stendur til að reisa íbúðar- og verslunarhúsnæði. Áætlaður kostnaður við að færa hafnargarðinn er um 500 milljónir króna.