— AFP
Lögreglan í Berlín lokaði í gær aðalinngangi þeirrar byggingar sem hýsir skrifstofu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, eftir að grunsamlegur pakki fannst þar við.

Lögreglan í Berlín lokaði í gær aðalinngangi þeirrar byggingar sem hýsir skrifstofu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, eftir að grunsamlegur pakki fannst þar við. Voru sprengjusérfræðingar lögreglunnar fengnir á vettvang og rannsökuðu þeir innihald pakkans. Engin sprengja fannst.

„Allur sá póstur sem hingað berst er reglulega skoðaður og fannst í þetta skipti eitthvað sem talið var grunsamlegt,“ hefur fréttaveita AFP eftir lögreglumanni, en svæðið var í kjölfarið girt af. Á sama tíma sat ríkisstjórn Þýskalands á fundi. Fjölmiðlar fylgdust náið með aðgerðum lögreglu og sýndu meðal annars sjónvarpsmyndir af fjórum gulum kössum sem biðu sprengjusérfræðinga í snjónum við skrifstofu kanslarans. khj@mbl.is