Fíkniefni Um 48 kg af fíkniefnum voru gerð upptæk á landamærunum.
Fíkniefni Um 48 kg af fíkniefnum voru gerð upptæk á landamærunum. — Morgunblaðið/Júlíus
Tollverðir gerðu upptæk rúmlega 47,6 kíló af fíkniefnum sem smygla átti til landsins á nýliðnu ári, 2015. Að auki var lagt hald á rúmlega 209.600 e-töflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollyfirvöldum.

Tollverðir gerðu upptæk rúmlega 47,6 kíló af fíkniefnum sem smygla átti til landsins á nýliðnu ári, 2015. Að auki var lagt hald á rúmlega 209.600 e-töflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollyfirvöldum.

Tekið er fram að um bráðabirgðatölur sé að ræða. Jafnframt að um sé að ræða haldlagningu á fíkniefnum á landamærum en ekki innanlands.

Þá segir að af ofangreindu magni fíkniefna hafi verið um 20,6 kíló af e-dufti, rúm níu kíló af amfetamíni, rúm níu kíló af kókaíni og rúm átta kíló af hassi. Til viðbótar var tekið minna magn af öðrum fíkniefnum, svo sem metamfetamíni.

Í tilkynningu segir að ef árið 2014 sé tekið til samanburðar, þá hafi tollverðir stöðvað innflutning á samtals tæpum 700 g af amfetamíni, 44 g af e-töfludufti, rúmlega 1,3 kg af kókaíni og tæpu kg af hassi, auk annarra tegunda fíkniefna svo sem LSD og MDMA-vökva. „Ljóst er að þarna er um stórfellda aukningu á haldlagningu fíkniefna að ræða milli ára,“ segir í tilkynningunni. Lögregla í viðkomandi umdæmum hefur farið með rannsókn málanna.