Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna ákvarðana kjararáðs í desember sl. um launahækkun dómara um 37,8%-48,1% og bankastjóra Landsbankans um u.þ.b. 20%, en hækkanirnar tóku gildi um áramótin.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna ákvarðana kjararáðs í desember sl. um launahækkun dómara um 37,8%-48,1% og bankastjóra Landsbankans um u.þ.b. 20%, en hækkanirnar tóku gildi um áramótin.

Í ályktuninni segir að launahækkanirnar séu úr takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við, en miðstjórnin telur augljóst að kjararáð fylgi með ákvörðunum sínum þeirri „ofurlaunaþróun“ sem átt hafi sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum misserum.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir hækkanirnar skapa ólgu á vinnumarkaði. „Við erum að reyna að skapa sátt á vinnumarkaði og skapa samstöðu um leið að jafnræði. Þetta grefur undan því og ýtir eðlilega undir gagnrýni,“ segir hann.

Að sögn Gylfa er þörf á aðgerðum í skattkerfinu til að bregðast við hækkununum. „Til að lægja þessar öldur verður að glíma við þetta með skattkerfinu og setja mjög háa skatta á þessi ofurlaun. Við ráðum ekki við þetta með kjarasamningum á vinnumarkaðnum,“ segir hann. jbe@mbl.is