Þór Varðskipið Þór kom Fróða til aðstoðar suðvestan við Reykjanes.
Þór Varðskipið Þór kom Fróða til aðstoðar suðvestan við Reykjanes. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Varðskipið Þór tók togskipið Fróða II ÁR-32 í tog um hádegisbil í gær, en veiðarfæri festust í skrúfu Fróða aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var staddur suðvestur af Reykjanesi.

Varðskipið Þór tók togskipið Fróða II ÁR-32 í tog um hádegisbil í gær, en veiðarfæri festust í skrúfu Fróða aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var staddur suðvestur af Reykjanesi.

Nærstaddur togari hafði áður tekið Fróða II í tog en dráttarbúnaður slitnað ítrekað, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Var því óskað eftir aðstoð varðskips.

Áhöfn Fróða er heil á húfi samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, en veður á staðnum var þó slæmt. Vindhraði úr austri var allt að 25 metrar á sekúndu.

Áætlað var í gær að Fróði yrði dreginn til Hafnarfjarðarhafnar og að þangað yrði komið aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi hafði förin gengið vel það sem af var. jbe@mbl.is