Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath the Skin, var sú mest selda á liðnu ári, skv. Tónlistanum sem unninn er af Félagi hljómplötuframleiðenda.
Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath the Skin, var sú mest selda á liðnu ári, skv. Tónlistanum sem unninn er af Félagi hljómplötuframleiðenda. Er þar um að ræða smásölu í Hagkaupum, Pennanum/Eymundsson, 12 Tónum, Elko, Smekkleysu plötubúð, Kaupfélagi Skagfirðinga, Vefverslun Record Records, Heimkaupum, N1 og Tónlist.is en ekki bárust tölur frá Samkaupum og Lucky Records sem að öllu jöfnu taka þátt í Tónlistanum og er listinn því ekki tæmandi úttekt á allri smásölu á Íslandi. Of Monsters and Men á einnig mest leikna lag ársins, „Crystals“. Það er í 1. sæti Lagalistans fyrir árið 2015 en á honum eru tekin saman mest leiknu lög ársins á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100,5 og er einnig tekið mið af sölu og spilun á lögum á Tónlist.is.