Lögmaður bandaríska landgönguliðans sem fundinn var sekur um að hafa myrt filippseyska transkonu hefur áfrýjað dómnum, en hann var í desember á seinasta ári dæmdur í sex til 12 ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Lögmaður bandaríska landgönguliðans sem fundinn var sekur um að hafa myrt filippseyska transkonu hefur áfrýjað dómnum, en hann var í desember á seinasta ári dæmdur í sex til 12 ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Maðurinn sem um ræðir heitir Joseph Scott Pemberton og gegndi hann stöðu liðþjálfa í landgönguliðasveitum Bandaríkjahers.

Hitti Pemberton fórnarlamb sitt, Jennifer Laude, á bar nærri borginni Olongapo, en hermaðurinn var staddur á Filippseyjum vegna heræfinga. Pemberton og Laude fóru því næst saman á mótel þar sem hann drekkti henni í salerni herbergisins eftir að í ljós kom að hún var transkona. Morðið hefur vakið mikla reiði almennings.