Hjónin Gróa Margrét Finnsdóttir og Sveinn Ólafsson.
Hjónin Gróa Margrét Finnsdóttir og Sveinn Ólafsson.
Gróa Margrét Finnsdóttir er leikskólastjóri á Ásum í Garðabæ. Skólinn er á vegum Hjallastefnunnar, en Gróa hefur unnið hjá Hjallastefnunni síðan 1998, bæði í leikskólum og grunnskólum, en þetta er annað árið hennar sem skólastjóri.

Gróa Margrét Finnsdóttir er leikskólastjóri á Ásum í Garðabæ. Skólinn er á vegum Hjallastefnunnar, en Gróa hefur unnið hjá Hjallastefnunni síðan 1998, bæði í leikskólum og grunnskólum, en þetta er annað árið hennar sem skólastjóri.

„Hjallastefnan er kynjaskiptur skóli með jafnréttisuppeldi, jákvæðni og gleði að leiðarljósi. Ég hef bara unnið hjá Hjallastefnunni og hef því ekki samanburð en mér finnst uppeldisstarf okkar og kynjaskiptingin vera það sem virkar.“

Hvernig koma krakkarnir undan jólunum? „Þau eru alltaf frábær. Þetta eru svo flott börn.“

Gróa les mikið, fer í göngutúra og sinnir fjölskyldu og hundinum. „Ég hef verið að lesa bækur þeirra Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur. Yrsa var mjög góð en ég er enn að lesa Arnald.“

Eiginmaður hennar er Sveinn Ólafsson vélfræðingur. Börn þeirra eru Dýrleif Sveinsdóttir og Signý Sveinsdóttir, en fyrir átti Gróa Egil Daði Axelsson. Barnabörn þeirra eru Emma Karín, Fróði og Máni Egilsbörn.

„Ég er búin að halda upp á afmælið, hélt rosa veislu á laugardaginn og var mikið fjör og mikið gaman. Svo fer ég fínt út að borða með fjölskyldunni í kvöld.“