Rokselst Plata Adele, 25, var sú mest selda í Bretlandi í fyrra.
Rokselst Plata Adele, 25, var sú mest selda í Bretlandi í fyrra. — AFP
Sala á tónlist á netinu í formi streymis og á vínylplötum jókst verulega milli áranna 2014 og 2015 í Bretlandi. Sala á lögum á netinu jókst um 82% og á vínylplötum um 64%, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.
Sala á tónlist á netinu í formi streymis og á vínylplötum jókst verulega milli áranna 2014 og 2015 í Bretlandi. Sala á lögum á netinu jókst um 82% og á vínylplötum um 64%, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Sala á plötuspilurum virðist haldast í hendur við vínylsölu, því skv. upplýsingum frá verslanakeðjunni HMV seldist plötuspilari á hverri mínútu í verslunum hennar seinustu daga fyrir jól. Í frétt BBC segir að heildartekjur af tónlistarsölu hafi aukist í fyrsta sinn í Bretlandi frá árinu 2004 og úr 1,03 milljörðum í 1,06 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Er þá talin með sala á geisladiskum, kassettum, smáskífum, tónlistaráskrift og sala á heilum plötum stafrænt. Á hinn mikli kippur í sölu því aðeins við um lög seld með streymi og vínylplötur. Adele átti mest seldu plötu ársins í Bretlandi, 25 . Tvær milljónir eintaka af henni voru seldar á einungis fimm vikum en fyrri plata Adele, 21 , náði slíkri sölu á 13 vikum. Ed Sheeran átti næstmest seldu plötuna, x , sem seldist í tæpri milljón eintaka.