Á myndinni má sjá Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra SA, Brynjar Níelsson alþingismann, Frosta Ólafsson, framkvæmdastjóra VÍ, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Helgu Melkorku Ólafsdóttur, lögmann hjá Logos.
Á myndinni má sjá Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra SA, Brynjar Níelsson alþingismann, Frosta Ólafsson, framkvæmdastjóra VÍ, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Helgu Melkorku Ólafsdóttur, lögmann hjá Logos.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir morgunverðarfundi fyrir áramótin á Grand hóteli Reykjavík.

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir morgunverðarfundi fyrir áramótin á Grand hóteli Reykjavík.

Á fundinum fóru lögmennirnir Helga Melkorka Óttarsdóttir og Reimar Pétursson yfir þau álitaefni sem helst brenna á íslenskum fyrirtækjum í tengslum við rannsóknir mála hjá opinberum eftirlitsstofnunum.

Reimar fjallaði meðal annars um friðhelgi einkalífs og réttláta málsmeðferð og Helga Melkorka fjallaði um réttarstöðu fyrirtækja á Íslandi við rannsókn samkeppnismála og ákvörðun sekta í slíkum málum. Þá sagði Una Særún Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá sænska samkeppniseftirlitinu, frá heimildum sænska eftirlitsins við rannsókn mála og fyrirkomulagi við ákvörðun sekta.