Tveir karlmenn hafa í suðurhluta Frakklands verið handteknir og ákærðir fyrir nauðgun á unglingsstúlku. Mennirnir tóku jafnframt ódæðið upp á myndband í gegnum símaforritið Snapchat.

Tveir karlmenn hafa í suðurhluta Frakklands verið handteknir og ákærðir fyrir nauðgun á unglingsstúlku. Mennirnir tóku jafnframt ódæðið upp á myndband í gegnum símaforritið Snapchat.

Breski fréttavefurinn The Independent greinir frá því að mennirnir hafi deilt myndbandinu á samfélagsmiðlum og má m.a. á því sjá þá misnota stúlkuna sem virðist drukkin eða undir áhrifum lyfja.

Lögmaður mannanna tveggja, sem eru 18 og 22 ára gamlir, segir þá hafa verið ákærða fyrir hópnauðgun og fyrir dreifingu á klámi. Haft er eftir saksóknara að stúlkan, sem er 18 ára gömul, hafi þekkt árásarmennina.