Framtíðarsýn Eitt verkanna á sýningunni Geimþrá sem er í Ásmundarsafni.
Framtíðarsýn Eitt verkanna á sýningunni Geimþrá sem er í Ásmundarsafni.
Ásmundarsafn við Sigtún verður opið til kl. 20 á fimmtudögum nú í janúar og verður boðið upp á áhugaverða viðburði fyrir alla fjölskylduna í tengslum við það.

Ásmundarsafn við Sigtún verður opið til kl. 20 á fimmtudögum nú í janúar og verður boðið upp á áhugaverða viðburði fyrir alla fjölskylduna í tengslum við það. Í kvöld fara sýningarstjórarnir Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson með gesti í könnunarleiðangur um sýninguna Geimþrá sem hlotið hefur afar góðar viðtökur og var meðal annars á lista Önnu Jóa, myndlistarrýnis Morgunblaðsins, yfir fimm bestu sýningar liðins árs.

Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem hver um sig hefur sett mark sitt á íslenska listasögu 20. aldar, og einkum með þrívíðum verkum, þau Ásmund Sveinsson (1893-1982, Gerði Helgadóttur (1928-1975), Jón Gunnar Árnason (1931-1989) og Sigurjón Ólafsson (1908-1982).