Höfundurinn Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, verður leiðbeinandi ásamt Hörpu Katrínu Gísladóttur sálfræðingi.
Höfundurinn Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, verður leiðbeinandi ásamt Hörpu Katrínu Gísladóttur sálfræðingi. — Ljósmynd/Einar Örn Sigurdórsson
Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi og höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Harpa Katrín Gísladóttir sálfræðingur standa fyrir og eru leiðbeinendur á sex vikna námskeiði, Betri líðan - aukin...

Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi og höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og Harpa Katrín Gísladóttir sálfræðingur standa fyrir og eru leiðbeinendur á sex vikna námskeiði, Betri líðan - aukin lífsgæði, sem hefst 28. janúar.

Námskeiðið er haldið einu sinni í viku og er tvær klukkustundir í senn. Velt verður upp hagnýtum leiðum að bættri líðan og lífsánægju og unnið út frá Lífsorðunum 14, sem byggjast á reynslu Héðins og eru öflugar leiðir í sjálfsrækt. Rætt verður um lífsorðin og leitast við að tvinna þau inn í daglegt líf. Þátttakendum er kennt að tileinka sér þessar aðferðir, sem eru hjálplegar til að auka lífsgæði og minnka streitu. Farið verður í æfingar, verkefni og umræður í hverjum tíma og áhersla lögð á að námskeiðið nýtist hverjum og einum á hans eigin forsendum.

Námskeiðsgjald er 38 þús. kr. og eru bókin Vertu úlfur, wargus esto og segull með Lífsorðunum 14 innifalin. Skráning í síma 527 7600 eða á netfangið harpa@shb9.is.