Þorskur Á nýafstöðnu ári náðist ekki að nýta allan þorskkvóta í Noregi en kvótaárið þar í landi miðast við almanaksárið. Kvóti strandveiðiskipa hefur náðst og rúmlega það en kvóti togara nýttist ekki að fullu.

Þorskur Á nýafstöðnu ári náðist ekki að nýta allan þorskkvóta í Noregi en kvótaárið þar í landi miðast við almanaksárið. Kvóti strandveiðiskipa hefur náðst og rúmlega það en kvóti togara nýttist ekki að fullu.

Veiðar og vinnsla eru aðskilin í Noregi og sjómönnum tryggt ákveðið lágmarksverð fyrir fiskinn. Einn helsti galli þessa fyrirkomulags er sá að mjög miklum afla er landað þegar best veiðist á fyrstu mánuðum ársins en litlu er hins vegar landað frá sumri og fram á haust. Þetta sést vel á línuritinu yfir útflutning á ferskum heilum fiski frá Noregi. Línuritið segir þó ekki alla söguna því að framleiðendur í Noregi hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að heilfrysta fiskinn og geyma til uppþíðingar og vinnslu í saltaðar og þurrkaðar afurðir. Á það meðal annars við um flattan og þurrkaðan þorsk sem hefur verið stærsta þorskafurð Norðmanna í útflutningi. Þannig má halda vinnslunni gangandi allt árið.

Norsk stjórnvöld hafa reynt að dreifa veiðunum betur yfir árið, meðal annars með kvótaafslætti á haustmánuðum. Nú er til dæmis ýtt undir löndun á lifandi fiski í kvíar, sem hugsaður er til vinnslu á þeim tíma þegar lítið er að gera. Sjómenn geta fengið 50% kvótaafslátt fyrir lifandi fisk sem komið er með að landi. Þorskafurðir hækkuðu talsvert í verði á árinu 2015 og þar að auki hefur norska krónan veikst mikið vegna lækkandi olíuverðs. Í skjóli tryggðs lágmarksverðs má telja líklegt að mjög miklum þorskafla verði landað í Noregi á næstunni.