— Morgunblaðið/RAX
Fyrstu starfsmenn nýja fangelsisins á Hólmsheiði eiga að mæta þar til starfa eftir rúman mánuð. Gert er ráð fyrir að fyrstu fangarnir komi í fangelsið í maí í vor gangi allt eftir áætlun, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar...

Fyrstu starfsmenn nýja fangelsisins á Hólmsheiði eiga að mæta þar til starfa eftir rúman mánuð. Gert er ráð fyrir að fyrstu fangarnir komi í fangelsið í maí í vor gangi allt eftir áætlun, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. „Það verður mikill tæknibúnaður í fangelsinu sem starfsmenn þurfa að læra á,“ sagði Páll. Föngunum mun fjölga eftir því sem á líður og starfsfólkið nær betri tökum á öllum búnaði fangelsisins.

„Þetta fangelsi er stærsta framfaraskref sem stigið hefur verið í fangelsismálum á Íslandi frá upphafi. Það verða ótrúlega mikil tímamót fyrir okkur að fá þetta fangelsi og grundvallarbreyting frá því sem verið hefur,“ sagði Páll. Hann segir að fangelsið muni uppfylla allar nútímaöryggiskröfur, tryggja föngum góðan og mannúðlegan aðbúnað og starfsfólki góða starfsaðstöðu. Það á jafnt við um fangaverði, lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, lögreglu og fleiri sem sinna munu störfum þar. 4