— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karlakórinn Fóstbræður verður 100 ára í haust og minnist tímamótanna með ýmsum hætti á árinu. Kórinn hóf afmælisárið með táknrænum hætti í gær, á þrettándanum. Afmælisfáni var dreginn að húni við Fóstbræðaheimilið við Langholtsveg.
Karlakórinn Fóstbræður verður 100 ára í haust og minnist tímamótanna með ýmsum hætti á árinu. Kórinn hóf afmælisárið með táknrænum hætti í gær, á þrettándanum. Afmælisfáni var dreginn að húni við Fóstbræðaheimilið við Langholtsveg. Kórfélagar voru í hátíðarskapi og tóku lagið til að heiðra afmælisfánann. Karlakórinn Fóstbræður er elsti karlakór landsins með samfellda starfsemi. Hann var stofnaður 1916 sem Karlakór KFUM og má raunar rekja sögu hans allt aftur til ársins 1911. Árið 1937 varð kórinn sjálfstæður og tók upp núverandi nafn. Fóstbræður hafa sjaldan verið fleiri en á afmælisárinu en í kórnum eru nú um 100 virkir söngmenn.