Heimkoma Daníel Freyr Andrésson á góðri stundu í búningi FH.
Heimkoma Daníel Freyr Andrésson á góðri stundu í búningi FH. — Morgunblaðið/Eva Björk
FH-ingar eru farnir að skipuleggja næsta keppnistímabil í handknattleik þótt núverandi leiktíð sé hvergi nærri lokið. Í gær gekk FH frá samningi við markvörðinn Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu frá og með næstu leiktíð sem hefst í haust.

FH-ingar eru farnir að skipuleggja næsta keppnistímabil í handknattleik þótt núverandi leiktíð sé hvergi nærri lokið. Í gær gekk FH frá samningi við markvörðinn Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu frá og með næstu leiktíð sem hefst í haust.

Daníel Freyr er nú á öðru keppnistímabili með danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE. Hann hefur ákveðið að flytja heim í vor þegar samningurinn rennur út og ganga til liðs við uppeldisfélag sitt.

Daníel Freyr er 26 ára gamall og lék upp yngri flokka FH og var í meistaraflokki um nokkurra ára skeið áður en hann hleypti heimdraganum sumarið 2014 og gekk til liðs við danska liðið.

Daníel Freyr á að baki tvo A-landsleiki og er í 28 manna EM-hóp Arons Kristjánssonar fyrir keppnina sem framundan er í Póllandi. Hann er þó ekki hluti af aðalhópnum sem fer út á föstudaginn en verður í viðbragðsstöðu ef meiðsli kom upp hjá markvörðum íslenska landsliðsins. iben@mbl.is