KPMG Fjórir starfsmenn hafa nú bæst í hóp eigenda KPMG. Það eru þau Birna Mjöll Rannversdóttir, Jóhann I. C. Solomon, Jónas Rafn Tómasson og Sigríður Soffía Sigurðardóttir. Birna Mjöll er á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG.
KPMG Fjórir starfsmenn hafa nú bæst í hóp eigenda KPMG. Það eru þau Birna Mjöll Rannversdóttir, Jóhann I. C. Solomon, Jónas Rafn Tómasson og Sigríður Soffía Sigurðardóttir.

Birna Mjöll er á uppgjörs- og bókhaldssviði KPMG. Birna er viðskiptafræðingur með cand. oecon.-gráðu frá Háskóla Íslands frá árinu 1994. Hún lauk löggildingu í endurskoðun á árinu 2008. Birna hóf störf hjá KPMG í Borgarnesi á árinu 1999 og starfaði á endurskoðunarsviði. Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað á uppgjörs- og bókhaldssviði. Birna hefur reynslu af endurskoðun og hefur verkstýrt vinnu við endurskoðun og uppgjör fjölda félaga en auk þess kemur hún að sölu- og starfsmannamálum.

Jóhann er á ráðgjafarsviði KPMG og veitir fyrirtækjum reikningsskilaráðgjöf. Jóhann er viðskiptafræðingur með cand. oecon.-gráðu frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Hann hefur starfað hjá KPMG frá árinu 1999 og hefur reynslu af ráðgjöf á sviði alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Jóhann hefur í gegnum tíðina verið stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá hefur hann setið í reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda.

Jónas Rafn er lögmaður á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Hann lauk lagaprófi frá lagadeild Háskólans á Bifröst árið 2009 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2010. Hann hefur starfað á skatta- og lögfræðisviði KPMG frá árinu 2006 og hefur reynslu af félagarétti og samspili þess réttarsviðs og skattaréttar. Hann sinnir lögfræðilegri ráðgjöf á sviðum félaga- og skattaréttar auk annarra réttarsviða.

Sigríður Soffía Sigurðardóttir er á endurskoðunarsviði KPMG. Hún lauk cand. oecon.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2006 og löggildingu í endurskoðun á árinu 2011. Hún hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2005 og hefur aflað sér þekkingar í endurskoðun, skattamálum og reikningsskilum og sérhæft sig í endurskoðun á stærri fyrirtækjum og samstæðum.