Nýliðar ÍA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin á komandi leiktíð. Að því er fram kemur á vef ÍA hefur félagið samið við tvo bandaríska leikmenn og vænta Skagamenn mikils af þeim. Þeir eru Anna Evans og Jaclyn Poucel.

Nýliðar ÍA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin á komandi leiktíð.

Að því er fram kemur á vef ÍA hefur félagið samið við tvo bandaríska leikmenn og vænta Skagamenn mikils af þeim.

Þeir eru Anna Evans og Jaclyn Poucel. Evans er 23 ára gömul og leikur í stöðu framherja. Hún lék með Colorado Rapids í heimalandi sínu 2012-2014 en með Rävåsens IK í sænsku C-deildinni síðasta sumar.

Poucel er 22 ára gömul og leikur í stöðu varnarmanns. Hún lék með bandaríska liðinu Chancellor Angels á síðasta ári. gummih@mbl.is