Talið frá vinstri Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Hermann Hermannsson, fr.kv.stj. Hamla, undirrita samningnn.
Talið frá vinstri Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Hermann Hermannsson, fr.kv.stj. Hamla, undirrita samningnn. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samningar voru undirritaðir í gær um uppbyggingu Vogabyggðar, hverfis sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi í Reykjavík. Áformað er að byggja 1.100 til 1.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Samningar voru undirritaðir í gær um uppbyggingu Vogabyggðar, hverfis sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi í Reykjavík. Áformað er að byggja 1.100 til 1.300 íbúðir á svæðinu

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2. Stærstu lóðarhafar þar eru sagðir Gámakó og Vogabyggð, dótturfyrirtæki Hamla, sem eru í eigu Landsbankans. Samtals ráði þessi fyrirtæki yfir 70% lóða á svæði 2.

Ásamt íbúðum er gert ráð fyrir 56 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður hennar af uppbyggingu skóla og allra innviða í hverfinu verði um 8 milljarðar króna. Verða byggðir leikskóli og grunnskóli.

Athygli vekur að í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er ekki vikið að framkvæmdaáætlun vegna þessarar uppbyggingar.

Haft var eftir Hannesi Frímann Sigurðssyni, verkefnastjóri hjá Hömlum, í Morgunblaðinu 19. nóvember 2014 að uppbygging fyrsta áfanga hverfisins gæti hafist árið eftir, það að segja á árinu 2015.

Verkefnið hefur því tafist og herma heimildir blaðsins að ein ástæðan sé flækjustigið við að breyta svo grónu hverfi.