Páll Matthíasson
Páll Matthíasson — Morgunblaðið/Golli
„Áfram er afar mikið álag á bráðadeildum okkar sem og bráðamóttöku.

„Áfram er afar mikið álag á bráðadeildum okkar sem og bráðamóttöku. Mikið aðstreymi sjúklinga er til spítalans og útskriftir fullmeðhöndlaðra sjúklinga ekki sem skyldi,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í föstudagspistli á vefsíðu spítalans í gær. „Áfram er unnið að lausnum á þessum málum og ég vonast til að geta kynnt þær á næstu dögum. Ég veit að víða hefur keyrt algerlega um þverbak í álagi á starfsfólk og þó það sé létt í vasa vil ég þakka ykkur öllum fagmennsku og yfirvegun við þessar erfiðu aðstæður,“ skrifar Páll.

Sl. fimmtudag var tekin í notkun ný flæðilína á rannsóknarstofum á spítalanum við Hringbraut og segir Páll m.a. ánægjulegt að flæðilínan sameini svo margt varðandi framþróun verkefna, öryggi sjúklinga aukist með styttri biðtíma eftir niðurstöðum rannsókna, öryggi starfsmanna aukist vegna minni höndlunar með blóðsýni o.fl.